Fíkniefnamál

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 15:00:31 (4661)

1997-03-19 15:00:31# 121. lþ. 93.6 fundur 429. mál: #A fíkniefnamál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[15:00]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli og á þessum nótum og svör hæstv. dómsmrh. Það þarf að styðja starf lögreglu með öllum ráðum til að hún nái meiri árangri gegn fíkniefnaflóði sem berst til landsins og um landið. Það eru brýn mál að koma höndum yfir þá sem eitra fyrir börn og unglinga og sjálfsagt að gera allt sem getur auðveldað lögreglunni að stöðva iðju þeirra. Myndbirting til lögreglu og jafnvel opinber myndbirting ætti að koma til álita. Ég geri ekki mikið með mannréttindi í þessu sambandi, dópsalar eru að eyðileggja mannréttindi, framtíð, líf og lífshamingju ungs fólks og það á ekkert að spara til að stöðva þá iðju.