Fíkniefnamál

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 15:02:45 (4663)

1997-03-19 15:02:45# 121. lþ. 93.6 fundur 429. mál: #A fíkniefnamál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi MagnA
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[15:02]

Fyrirspyrjandi (Magnús Aðalbjörnsson):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. skýr svör. Mig langar til að fara nokkrum orðum um það sem ég tel að betur mætti fara í starfsháttum lögreglunnar. Koma þarf á kerfisbundnu upplýsingastreymi milli lögregluembætta, auka þarf samstarf milli embætta til muna. Það yrði til bóta ef rannsóknarlögreglumenn gætu verið hreyfanlegir í starfi og unnið tímabundið í öðrum umdæmum og stofnað til persónulegra kynna og vinnubrögð samræmd. Efla þarf þjálfun lögreglumanna. Þó svo að rannsóknarlögreglumenn hafi verið sendir af höfuðborgarsvæðinu til útlanda til þjálfunar nægir það ekki eitt sér. Þrátt fyrir að aðalathafnasvæði fíkniefnasala sé hér á suðvesturhorninu færist það stöðugt í vöxt að þeir leiti út á land í söluferðir. Rannsóknarlögreglumenn landsbyggðarinnar verða að sitja við sama borð hvað varðar þjálfun. Bæta þarf tæknibúnað lögreglunnar og gera henni kleift að fylgjast með nýjungum í rannsóknartækni. Lögreglan hefur upplýst að við rannsóknir fíkniefnamála séu stundum notaðar svokallaðar óhefðbundnar rannsóknaraðferðir. Mjög hefur skort á að ákveðnar verklagsreglur verði samdar sem rannsóknarlögreglan getur stutt sig við og þær bundnar af lögum.

Hæstv. dómsmrh. hefur lýst þeirri skoðun sinni að þyngja beri refsingar vegna fíkniefnabrota og er ég honum sammála í því. Einnig held ég að myndbirting dæmdra fíkniefnasala og innflytjenda mundi vera til bóta.

Ég þakka hv. þm. góðar undirtektir.