Úthlutunarreglur dreifbýlisstyrkja

Miðvikudaginn 19. mars 1997, kl. 16:16:00 (4692)

1997-03-19 16:16:00# 121. lþ. 93.11 fundur 430. mál: #A úthlutunarreglur dreifbýlisstyrkja# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[16:16]

Fyrirspyrjandi (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Hv. þm. Hjörleifur Guttormsson undraðist mjög dirfsku mína að þora að tala um þetta mál. Ætli ástæðan fyrir dirfsku minni sé ekki sú að ég sit með hv. þm. í umhvn. þar sem hann er manna sókndjarfastur og ég er hugsanlega undir áhrifum frá þeim straumum sem liggja frá hv. þm. En eins og fram hefur komið hér eru fjárveitingar of naumt skammtaðar til þessa málaflokks og veruleg röskun hefur orðið á aldursdreifingu íbúa á ákveðnum svæðum og þetta er ein afleiðing þess, þ.e. að fólk treystir sér vart til þess að senda börn sín í framhaldsskóla. Ég vonast til þess að við getum sameinast í því, ég og hv. þm. Hjálmar Jónsson, við sitjum reyndar báðir í fjárln., að reyna að koma því þannig fyrir að við aukum fjármagn til þessa málaflokks þannig að við getum jafnað þann verulega aðstöðumun sem er í þessum efnum.