Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 20. mars 1997, kl. 17:49:24 (4775)

1997-03-20 17:49:24# 121. lþ. 95.1 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[17:49]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að virða það þó hæstv. ráðherra geti ekki alveg lofað því hér og nú að það skapist eitthvert svigrúm til þess að lækka gjaldskrána umfram það sem þegar er áætlað. En það sem ég var að leita eftir er að ráðherra staðfesti það ótvírætt að sé þetta svigrúm fyrir hendi, þá verði lækkun á gjaldskránni látin hafa forgang. Ég skil það svo, ef ráðherra mótmælir því ekki, það mátti lesa það í orð hans áðan, að þá standi það af hans hálfu að sé svigrúm fyrir hendi að þá verði lækkun á gjaldskránni, umfram það sem áætlað er, látin hafa forgang.