Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 12:45:13 (4827)

1997-03-21 12:45:13# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[12:45]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess að það eru ekki aðeins verktakar sem geta lent í þessu sem ég nefndi áðan. En vegna vangaveltna hv. 16. þm. Reykv. um það hvort fólk velji það að vera ekki í tryggingakerfinu með því að vera verktakar eða hvernig því væri háttað, þá held ég því miður að fólki sé ýtt út í að vera verktakar. Sumir hverjir hafa ekkert val. Það held ég að hv. þm. hljóti að þekkja úr atvinnulífinu.