Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 12:54:17 (4830)

1997-03-21 12:54:17# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[12:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi sveigjanleikann sem hv. þm. gerði að umtalsefni þá er verulegur sveigjanleiki í því frv. sem hér liggur fyrir. Hvað varðar endurskoðun á fæðingarorlofi almennt þá hefur ekki verið sett ný nefnd af stað vegna þess að við erum að undirbúa þetta mál betur. En númer eitt er þessi samræming sem er nauðsynleg, vegna þess að það er mjög mikið misræmi varðandi fæðingarorlof, t.d. getur sá sem er í BSRB fengið allar sínar vaktir greiddar á meðan sá sem er í ASÍ fær engar vaktir greiddar. Það er því mjög mikið atriði að samræma þetta. Við erum að vinna að þessu máli. Ég endurtek að ég vona að menn blandi þessu ekki öllu saman því það mun tefja fyrir þessu máli.