Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 12:56:42 (4832)

1997-03-21 12:56:42# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[12:56]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. veit eru þetta líka samningsbundin atriði. Þetta eru málefni sem koma inn í samninga. Samningaviðræður eru í fullum gangi. Auðvitað er það þess vegna sem menn eru ekki að vinna í þessu í margar áttir.

En varðandi það að hv. þm. sagðist vilja sjá meiri sveigjanleika í þessu frv. sem hér liggur fyrir þá kom það fram í máli mínu áðan að þetta geta orðið 13 mánuðir og það getur líka orðið lengri tími sem einstaklingar fá í fæðingarorlof (Gripið fram í.) og þetta eru verulegar réttarbætur. (JóhS: Ekki veikinda ...) Við getum alltaf lengt þetta og það erum við að gera núna. Við erum að lengja þetta verulega, við erum að lengja þetta jafnvel um marga mánuði ef um fjölburafæðingu er að ræða. Ég trúi ekki öðru en hv. þm. geti sætt sig við þetta skref sem hér er stigið og við þurfum ekki mikið lengri tíma í þingsal til að ræða þetta ágæta mál sem er til framdráttar fyrir foreldra og börn.