Helgidagafriður

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:52:09 (4845)

1997-03-21 13:52:09# 121. lþ. 96.6 fundur 31. mál: #A helgidagafriður# (heildarlög) frv., EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:52]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Ég átti þess ekki kost að taka þátt í umræðum við 2. umr. um þetta mál og vil þess vegna láta það koma hér fram að það undrar mig nokkuð að ekki komi fram í breytingartillögum frá allshn. það ákvæði, sem sérstaklega hefur verið rætt í nefndinni eins og fram kemur í nál., að hafa víðtækari heimildir fyrir ýmiss konar starfsemi um páska heldur en gert er ráð fyrir í núgildandi lögum. Ég tel eðlilegt að við 3. umr. þessa máls komi fram breytingartillögur sem rýmki þarna til í samræmi við það sem nefnt er í nál. og vil láta það koma fram að ég mun beita mér fyrir því.