Áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 17:17:19 (4875)

1997-03-21 17:17:19# 121. lþ. 96.8 fundur 102. mál: #A áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum# beiðni um skýrslu frá heilbrrh., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:17]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við bætum okkur ekki mikið upp með því að vera að snúa út úr hvert fyrir öðru hér á hinu háa Alþingi. Ég var aðeins að skýra út hverju ég var að svara og ég var að benda á það að við höfum stytt verulega biðlista í mjög alvarlegar aðgerðir. Það er alveg sjálfsagt að það komi fram.

En markmið okkar er það sama. Það er að stytta biðlista. Það er að hafa ekki sárþjáð fólk á verkjalyfjum heima. En það kom fram í máli mínu áðan líka að það eru ýmsar aðgerðir sem aðeins mjög fáir sérfræðingar gera hér á landi. Þannig að þó svo að við settum í þetta alla þá fjármuni sem hægt er að leggja til, þá mundum við samt ekki ná utan um vandamálið því að við þurfum þá fleiri sérfræðinga heldur en við höfum í dag.