Áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 17:20:22 (4877)

1997-03-21 17:20:22# 121. lþ. 96.8 fundur 102. mál: #A áhrif langrar biðar eftir læknisaðgerðum# beiðni um skýrslu frá heilbrrh., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann vel að vera að endurgreiðslurétturinn sé ekki nógu vel skýrður fyrir almenningi. Hv. þm. er fyrrv. upplýsingafulltrúi hjá Tryggingastofnun og þekkir það náttúrlega allra manna best. Það er alveg hárrétt að það er tekjutengd endurgreiðsla við viss lyf en það er auðvitað algjörlega óásættanlegt ef einhver sjúklingur er að borga einhverjar 100 þús. kr. á mánuði og ég mun fá að skoða það alveg sérstaklega.

Ég held ég hafi svarað öðrum þeim spurningum sem hv. þm. lagði fyrir mig. Við erum að bæta öldrunarþjónustu með því að fjölga hjúkrunarrýmum. Það hefur oft komið fram. Hv. þm. sagði að það væri hægt að skera svo mikið niður að allt annað væri til bóta. Við höfum ekki skorið niður á barna- og unglingageðdeildinni á þessum tveimur árum sem ég hef setið á stóli heilbr.- og trmrh.