Útgáfa starfsleyfis og upphaf framkvæmda við álbræðslu á Grundartanga

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 13:33:02 (4934)

1997-04-03 13:33:02# 121. lþ. 98.0 fundur Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[13:33]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Nú hefst umræða utan dagskrár um útgáfu starfsleyfis og upphaf framkvæmda við álbræðslu á Grundartanga. Málshefjandi er Hjörleifur Guttormsson. Umhvrh. Guðmundur Bjarnason verður til andsvara.

Það er samkomulag milli þingflokka að umræðan standi eigi lengur en í eina og hálfa klukkustund. Málshefjandi og ráðherra hafi allt að 10 mínútur í fyrra sinn og fimm mínútur við lok umræðunnar. Talsmenn þingflokka hafi sjö mínútur en aðrir þingmenn og ráðherrar fimm mínútur. Enginn má tala oftar en tvisvar.