Sala notaðra ökutækja

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 17:37:34 (4965)

1997-04-03 17:37:34# 121. lþ. 98.9 fundur 148. mál: #A sala notaðra ökutækja# (leyfisbréf, eftirlit o.fl.) frv., viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[17:37]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Ég vil við 2. umr. málsins þakka hv. efh.- og viðskn. þá vinnu sem hún hefur lagt í málið. Ég er sammála þeim brtt. sem nefndin leggur til en vil vekja athygli á einu, sem ég býst fastlega við að nefndin hafi líka kannað gaumgæfilega við meðferð málsins. Það er gjaldið sem var áætlað að leggja á til þess að standa undir kostnaði við eftirlitsskylduna, 5.000 kr. gjaldið, sem nefndin ákveður að taka út. Ég lít þannig á að Alþingi sé tilbúið, verði kostnaður við innheimtuna, að taka slíkan kostnað inn á fjárlagalið. Eða að láta sýslumannsembættin bera þann kostnað sem af eftirlitsskyldunni er.