Búnaðargjald

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 10:43:32 (4982)

1997-04-04 10:43:32# 121. lþ. 99.9 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[10:43]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi gjarnan spyrja hæstv. ráðherra að því hvort hann telji að búnaðargjaldið sé skattur eða þjónustugjald og þá hvort það megi sem sagt leggja það sem slíkt á ef þetta er skattur.

Í öðru lagi: Telur ráðherrann eðlilegt að leggja kvaðir á landbúnað sem er fjárhagslega mjög illa settur til þess að beina fjármagni m.a. til Lánasjóðs landbúnaðarins, 1,1% að stofni, þar sem bændur geta fengið þetta aftur í formi niðurgreiddra vaxta? Telur hann eðlilegt að leggja kvaðir á illa settan landbúnað til þess að hvetja hann til þess að fara út í fjárfestingar sem geta ekki borgað annað en niðurgreidda vexti?