Beiðnir um skýrslu

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 15:06:46 (5072)

1997-04-14 15:06:46# 121. lþ. 101.91 fundur 284#B beiðni um skýrslu# (aths. um störf þingsins), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[15:06]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og hæstv. forseti veit, þá ritaði menntmrn. forseta erindi út af þessari fyrirspurn og beiðni um skýrslu og bað um lengri frest. Það er alveg augljóst að til þess að svara þeim spurningum sem þarna eru bornar fram þarf mikla vinnu. Það hefur verið unnið eins og kostur hefur verið við að afla þeirra upplýsinga sem um er beðið og eftir því sem ég best veit er vinnan á lokastigi og mun skýrslan vafalaust liggja fyrir innan tiltölulega skamms tíma. Það er verið að afla þessara upplýsinga en málið er mjög viðamikið. Sums staðar hefur komið í ljós að það eru alls ekki til tölfræðilegar upplýsingar sem um er beðið þannig að menn hafa verið að reyna að leita allra leiða til þess að svara þessu yfirgripsmikla máli. Tíminn hefur ekki leyft enn þá að menn lykju starfinu en að því er unnið.