Ástandið í Miðausturlöndum

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 15:32:57 (5091)

1997-04-14 15:32:57# 121. lþ. 101.2 fundur 278#B ástandið í Miðausturlöndum# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[15:32]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Svarið er já. Framferði Ísraelsmanna hefur verið mótmælt. Send voru sérstök mótmæli til ríkisstjórnar Ísraels fyrir alllöngu síðan um þetta mál. Ég er sammála hv. þm. um að framferði Ísraelsstjórnar hefur stefnt friðarferlinu í hættu og vonandi kemst það í samt lag aftur. Við höfum notað hvert tækifæri til að koma því á framfæri og munum halda áfram að gera það, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og sameiginlega með öðrum utanríkisráðherrum Norðurlandanna.