Lánasjóður íslenskra námsmanna

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 18:23:25 (5127)

1997-04-14 18:23:25# 121. lþ. 101.3 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[18:23]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það sem ég nefndi hér áðan um að þáv. hæstv. menntmrh. hefði skilið lánasjóðinn eftir í óvissu en með fögur fyrirheit, þá hafa m.a. námsmenn gagnrýnt hv. þm. fyrir það. Það hefur komið fram m.a. í skýrslu sem námsmenn hafa tekið saman þar sem hv. þm. er gagnrýndur sem þáv. hæstv. menntmrh. Þannig að þar hef ég kynnt mér þetta mál. En ég tel ekki að öðru leyti þörf á að ræða það. Ég stend við það sem ég sagði áðan í ræðu minni að ég tel að með þessu frv. sé komið til móts við flestar, nánast allar, óskir námsmanna og að framsóknarmenn standi þar með við það sem þeir sögðu fyrir kosningar. Þess vegna styðjum við frv. og erum afskaplega sáttir við það, hvað sem líður ræðum hv. þm.