Lánasjóður íslenskra námsmanna

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 18:48:05 (5133)

1997-04-14 18:48:05# 121. lþ. 101.3 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[18:48]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Það hefur komið í ljós, herra forseti, að hv. þm. samdi frv. sem samþykkt var 1992. (RG: Nei. ...) Síðan hefur það líka komið fram að hún var í samninganefndinni og tók ábyrgð á því (Gripið fram í.) tók ábyrgð á því, stóð í samningum við Sjálfstfl. (RG: Eftir að frv. kom fram og breytti því verulega.) og er ábyrg fyrir lögunum 1992. Síðan sagði hún að það hefði verið áhersluatriði hjá hennar flokki í síðustu kosningabaráttu að breyta lögunum um LÍN sem flokkurinn var búin að standa að á kjörtímabilinu. Svo er hún að tala um einhvern tvískinnung.

Ég skal segja það hér, herra forseti, að ég stend við það sem ég geri á þessu kjörtímabili og ég ætla ekki að hlaupa frá því við næstu kosningar.