Suðurlandsskógar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 15:28:58 (5166)

1997-04-15 15:28:58# 121. lþ. 102.3 fundur 524. mál: #A Suðurlandsskógar# frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[15:28]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að lengja þessa umræðu öllu frekar. Ég rakti það áðan að lögin um Héraðsskógana hefðu verið sett í tíð hæstv. landbrh., Steingríms J. Sigfússonar, á sínum tíma og rakti þá forsögu. Ég held að við eigum ekki úr þessum ræðustól að vera að leggjast í einhverjar söguskýringar um fortíðina þegar við erum með mikilvæg framfaramál í höndunum. Við eigum auðvitað að líta til þeirrar reynslu sem við höfum fengið. Við höfum fengið góða reynslu af slíkum verkefnum. Menn eru sammála um það og því fagna ég því að haldið er áfram á sömu braut því ég hef trú á þessu og ég vil trúa því að haldið verði áfram víðar og þá á vandaðan hátt og staðið vel að þessu eins og ég tel að gert hafi verið hingað til.