Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 16:16:19 (5177)

1997-04-15 16:16:19# 121. lþ. 102.94 fundur 286#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[16:16]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess að við það var miðað að fram haldið yrði umræðum um 8. dagskrármálið kl. fjögur. Var þá ráð fyrir því gert að lokið yrði 4., 5., 6. og 7. dagskrármáli eins og dagskrá segir til um. Það hefur hins vegar aðeins tafist en forseti vill samt sem áður freista þess að ljúka þeim málum og vonast til að umræður verði litlar um þau mál. Forseti stefnir að því að umræður um Lánasjóð ísl. námsmanna hefjist um hálffimmleytið.