Lánasjóður íslenskra námsmanna

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 18:04:05 (5193)

1997-04-15 18:04:05# 121. lþ. 102.8 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[18:04]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt að ég hygg að námsmenn hafi ekki óskað eftir því að færa þessi viðskipti til bankanna. Þeir eru að hugsa um að verja lánasjóðinn sem ekki er nema gott um að segja og mér finnst skiljanlegt. Hitt er annað mál að ég trúi því að þegar þetta mál er komið í gang eins og áætlað er núna þá muni það reynast vel þegar komin er reynsla á það. Við erum ekki sammála um það, ég og hv. 12. þm. Reykv., og þetta verður reynslan að leiða í ljós. Ég hef sannfæringu fyrir því að þetta geti verið þægilegt kerfi fyrir námsmenn eins og það er áætlað. En ég ætla ekki að halda því fram hér að námsmenn hafi verið að berjast fyrir þessu. En þetta er niðurstaða í málinu og ég tel hana ásættanlega.