Kennara- og uppeldisháskóli Íslands

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 22:10:57 (5224)

1997-04-15 22:10:57# 121. lþ. 102.11 fundur 532. mál: #A Kennara- og uppeldisháskóli Íslands# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[22:10]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. beindi til mín einni spurningu varðandi 7. gr.: ,,Menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Skal staðan auglýst laus til umsóknar. Háskólaráð setur reglur um hvernig staðið skuli að tilnefningu rektors.``

Greinin er alveg skýr. Það er ekki ætlunin að hafa aðra skipan á varðandi þetta heldur en háskólaráðið sjálft ákveður þar sem háskólaráðið bindur hendur menntmrh. Það gerir bindandi tillögu til ráðherrans um það hver verði rektor en ákveður hins vegar sjálft hvernig það kemst að sinni niðurstöðu og hvaða leiðir það fer innan skólans til þess að finna út hvern það gerir tillögu um til ráðherra.