Íþróttalög

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 23:58:20 (5250)

1997-04-15 23:58:20# 121. lþ. 102.16 fundur 543. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[23:58]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi íþróttakennsluna þá vorum við að fjalla um frv. til laga um Kennara- og uppeldisháskóla þar sem við vorum að færa íþróttakennaranámið upp á háskólastig þannig að menn verða náttúrlega að uppfylla þær kröfur til að sinna kennslu í skólum. En að því er skipan málsins varðar þá vil ég ekki segja mikið um það á þessu stigi. Ég tel m.a. að það ráðist af þeirri námskrá sem verið er að vinna að núna sem hluta af endurskoðun á aðalnámskrá fyrir grunnskólann og þetta sé eitt af þeim málum sem menn geta tekið upp í þeirri vinnu og tekið afstöðu til á grundvelli námskrárinnar þannig að þetta er alls ekki útilokað. En það þarf að setja þessu skipulagslegann ramma og það verður best gert í nýrri aðalnámskrá.