Skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 13:50:33 (5270)

1997-04-16 13:50:33# 121. lþ. 103.9 fundur 511. mál: #A skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[13:50]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrirspyrjanda fyrir að vekja athygli á þessu máli. Þær tölur sem komið hafa fram í máli hæstv. dómsmrh. eru mjög sláandi og ljóst að athugasemdir eru gerðar við gríðarlegan fjölda skipa sem skoðuð eru á hafi úti.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því í framhaldi af þessu hvort eitthvert samstarf sé á milli Landhelgisgæslu og Siglingastofnunar um aðgerðir í þessu máli þannig að hægt sé að koma tökum og eftirfylgju með þessu alvarlega ástandi og hvort einhverjar aðgerðir af hálfu Siglingastofnunar hafi farið í gang á sama tíma.