Reglugerðir um matvæli

Miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 15:42:04 (5309)

1997-04-16 15:42:04# 121. lþ. 103.1 fundur 373. mál: #A reglugerðir um matvæli# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÓÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[15:42]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil koma þeirri skoðun minni á framfæri að ástæðan fyrir þessum reglum sem Evrópa notar í dag eru ekki einhverjar vel meinandi hugmyndir um viðskiptafrelsi heldur úthugsaðar leikreglur til að framkvæma áfram sömu stefnuna og nýlenduveldin gerðu forðum í viðskiptum við þá sem þau kúguðu. Þess vegna er það mjög bagalegt að mínu viti fyrir öll heimsviðskipti að Evrópa skuli ekki átta sig á því að ef hún ekki vill virða verslunarfrelsið þá verður hún einfaldlega skilin eftir út undan á næstu öld.