Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 17. apríl 1997, kl. 11:35:33 (5321)

1997-04-17 11:35:33# 121. lþ. 105.1 fundur 288#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[11:35]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er eitt að eiga vinsamleg samskipti við Rússa en annað að láta þá ráða för. Þegar menn ræða stækkun NATO, t.d. á þingum eins og Vestur-Evrópusambandsþinginu, þá koma alltaf upp þessi viðhorf að það megi ekki hreyfa sig um of til þess að styggja ekki Rússa. Ég hef ekki orðið var við þessi viðhorf hér á Íslandi nema hjá einum stjórnmálaflokki, hjá Framsfl., bæði lesið þetta út úr ræðu hæstv. utanrrh. og út úr ræðum sem hv. þm. (Utanrrh.: Hvaða ræðum?) Jón Kristjánsson hefur haldið hér í þessum sal.