Þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Fimmtudaginn 17. apríl 1997, kl. 18:11:34 (5384)

1997-04-17 18:11:34# 121. lþ. 105.5 fundur 411. mál: #A þátttaka Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[18:11]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er vissulega rétt að skiptar skoðanir eru um þetta mál. Ég vitnaði til Norðmanna vegna þess að þeir hafa reynslu af þessum málum. Fyrst vitnað var hér til blaðaviðtals þá get ég vitnað í bréf sem ég fékk frá einum ferðamálafulltrúa í Noregi sem sagðist hafa verið á ferðamálaráðstefnu í Evrópu þar sem hefðu verið mótmæli vegna bæði selveiða og hvalveiða en það virtist ekki hafa haft nein áhrif á þá sem sæktu og hefðu áhuga á ferðamálum á þessum svæðum.

Auðvitað eru skiptar skoðanir, eins og ég sagði áðan, en þetta er a.m.k. reynsla Norðmanna sem eru með allmikla ferðaþjónustu og stunda hvalveiðar.