Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 14:57:55 (5441)

1997-04-18 14:57:55# 121. lþ. 106.93 fundur 294#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[14:57]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Boðuð hafði verið atkvæðagreiðsla kl. 3 og verður reynt að standa við það en forseti vill freista þess að ljúka 1. umr. um fleiri mál áður en atkvæðagreiðslan hefst og ætlar þess vegna að víkja lítillega frá röð dagskrármála.

Hæstv. fjmrh. hefur óskað eftir að umræða fari fram í einu um 9., 10. og 11. dagskrármál. Það hyggst forseti heimila ef enginn andmælir.