Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 17:09:27 (5462)

1997-04-18 17:09:27# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[17:09]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hjó eftir því þegar síðasti hv. þm., 4. þm. Norðurl. e., ræddi hér um 8. gr. og talaði um að þar hlyti að hafa fallið niður ákvæði hvað áhrærði rekstur lífeyrissjóðanna og gat þess þá sérstaklega að hagur og rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna margra hverra eða flestra væri með ágætum. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að rekstur 70 lífeyrissjóða kostaði 690 millj. en rekstur sex verðbréfafyrirtækja kostaði 919 millj. Það kemur því rétt fram að lífeyrissjóðirnar geta örugglega tekið að sér slíkan rekstur sem þm. kom hér inn á, en þetta var aðeins innskot til þess að hnykkja á þessu máli.