Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 17:45:35 (5474)

1997-04-18 17:45:35# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[17:45]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. hefur ekki verið hér í salnum þegar ég fór yfir þetta atriði. Ég sagði í upphafi máls míns að ég teldi mjög mikilvægt að allir Íslendingar byggju á ákveðnum sviðum við ein lög og eina reglu og ég væri þeirrar skoðunar að hvort sem menn væru launþegi eða atvinnurekandi, þá ætti engum að líðast að taka ekki þátt í ákveðinni samtryggingu sem snýr að því sem hv. þm. nefndi hér áðan, örorkunni. Þar verðum við að koma að. Menn verða að hjálpa hverjir öðrum með barnabætur o.fl. þannig að ég er samtryggingarmaður upp að ákveðnu marki og tel að allir Íslendingar eigi með einhverjum hætti að koma að því.