Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 22:14:16 (5517)

1997-04-18 22:14:16# 121. lþ. 106.19 fundur 552. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sjómannaafsláttur) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[22:14]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að segja eins og er að ég held að við náum ekkert saman í þessu máli af augljósum ástæðum. Mér finnst ekki mikil reisn yfir því að tala á þeim nótum að bætur úr ríkissjóði, hverju nafni sem þær nefnast, fái fólk til að gera það sem það mundi annars ekki gera og það sé eitthvað sem er óskynsamlegt, eins og kom fram hjá hv. þm. í fyrra andsvari, en ráðast síðan aðeins á einn þátt málsins og þann þar sem varnirnar eru veikastar fyrir. Mér finnst það ekki sanngjarnt. Hv. þm. ræðst ekki á þá liði sem eru þungir á metunum á höfuðborgarsvæðinu hjá kjósendum hans. Hann ræðst hins vegar hiklaust til atlögu við þann lið sem er þungur á metunum á landsbyggðinni ásamt samflokksþingmanni sínum í Reykjavík. Mér finnst þetta ómakleg framganga.