Atvinnuréttindi vélfræðinga

Mánudaginn 21. apríl 1997, kl. 17:14:05 (5547)

1997-04-21 17:14:05# 121. lþ. 108.3 fundur 544. mál: #A atvinnuréttindi vélfræðinga# (réttindanámskeið) frv., samgrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[17:14]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Frv. það, sem ég mæli fyrir, felur í sér breytingu á ákvæði til bráðbirgða sem leiðir til þess að sá umþóttunartími sem gefinn var skipstjórnarmönnum á skipum með 75--220 kw. vél til að öðlast vélgæsluréttindi framlengist til 1. maí 1998. Gert hafði verið ráð fyrir því að fresturinn yrði til 1. september á sl. ári en þar sem fyrsta vélgæslunámskeiðið samkvæmt þeim lögum var ekki haldið fyrr en í janúarmánuði 1997, fyrir þrem mánuðum, er augljóst að ekki er hægt að standa við þetta bráðabirgðaákvæði laganna. Er breytingin við það miðuð að á einu ári takist að koma því í verk að halda vélgæslunámskeið víðs vegar um landið og lýtur breytingin einungis að því.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. samgn.