Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 13:49:57 (5587)

1997-04-22 13:49:57# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[13:49]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Það er ljóst að það er ekki aðalatriði ríkisstjórnarinnar að breyta bönkunum í hlutafélög eins og þessi grein kveður á um heldur er með þessu frv. verið að opna fyrir einkavinavæðingu og sölu bankanna til fárra fjársterkra aðila og stuðla að samþjöppun valds í þjóðfélaginu. Hægt hefði verið að ná fram kostum hlutafélagavæðingar með því að breyta bankalögunum til að jafna samkeppnisaðstæður í bankakerfinu og ná fram breyttu fyrirkomulagi varðandi stjórnun bankanna og draga úr pólitískum áhrifum á ákvarðanir bankanna sem ég styð. Það er ekki gert heldur er einkavinavæðing bankanna aðalkeppikefli stjórnarflokkanna. Þess vegna styð ég ekki þessa grein því ég tel að hægt hefði verið að fara aðra leið til þess að ná fram kostum hlutafélagavæðingarinnar. Ég greiði ekki atkvæði.