Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 13:55:01 (5592)

1997-04-22 13:55:01# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[13:55]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Aðaltillaga okkar alþýðubandalagsmanna varðandi endurskipulagningu bankanna var sú að sameina ríkisbankana. Við teljum að með því móti hefði mátt spara 1.000 millj. kr. á ári, hvorki meira né minna. Því miður hafnar stjórnarmeirihlutinn þessari tillögu og kýs að fara þá leið sem hér er gerð tillaga um og því var hafnað hér áðan í atkvæðagreiðslu að vísa málinu frá. Við viljum ekki bera ábyrgð á þessari málsframvindu eins og hún liggur hér fyrir í tillögu ríkisstjórnarinnar og greiðum því ekki atkvæði. Við gagnrýnum hvernig á málinu er haldið í heild. Það þýðir að áfram munum við búa við dýrasta bankakerfi í heimi, hæstu vexti í heimi, fleiri bankastjóra per banka en nokkurs staðar annars staðar. Klíkuveldi stjórnarflokkanna fær að dafna áfram og þjóðin borgar milljarð á ári með því. Mikil er ábyrgð þeirra manna hér í þessari stofnun sem kjósa að skrifa upp á þennan skatt á þjóðina --- milljarð á ári.