Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:03:16 (5597)

1997-04-22 14:03:16# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., viðskrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:03]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson):

Herra forseti. Við undirbúning þessa máls voru fulltrúar starfsfólks beggja viðskiptabankanna hafðir með í ráðum. Þannig var þetta starfsfólk haft í fyrirrúmi við undirbúning málsins. Það kom strax fram í upphafi að ekki væri hægt að verða við því að lögfesta það að starfsmenn ættu sæti í þessari undirbúningsnefnd en við umræðu málsins, bæði við 1. og 2. umr., hefur því margoft verið lýst yfir af fulltrúum stjórnarflokkanna að við undirbúning málsins munu starfsmenn fá að fylgjast með framvindu málsins með tillögurétti. Því er ekki þarft að að setja í lög að þetta fyrirkomulag skuli haft og því segi ég nei við þessari tillögu.