Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:07:36 (5599)

1997-04-22 14:07:36# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:07]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér er gerð tillaga um það af hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að Alþingi kjósi bankaráð hlutafélagabankanna. Við erum þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt fyrirkomulag að Alþingi komi að verkinu. Við treystum því ekki að pólitískur ráðherra gæti þeirra heildarsjónarmiða sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar skipað er í bankaráð. Í annan stað er hér tillaga um að starfsmannafélög bankanna eigi áheyrnarfulltrúa á fundum bankaráðanna eins og fram kemur í síðasta málslið tillögunnar. Hér því tillaga um lýðræðislegt kjör bankaráðs og lýðræðislegt aðhald að bankaráðinu. Þess vegna er tillagan flutt með þeim hætti sem hér liggur fyrir og við alþýðubandalagsmenn teljum að þetta sé mikilvæg tillaga og vonum að hún fái hér sem allra mestan stuðning.