Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:22:34 (5605)

1997-04-22 14:22:34# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:22]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Við hv. þm. Ágúst Einarsson flytjum þessa brtt. um að við hvorn hlutafélagsbanka starfi ekki fleiri en einn bankastjóri. Þetta er hluti af þeim brtt. okkar sem lúta að því að setja í lög almennar reglur um stjórnsýslu hlutafélagabanka í eigu ríkisins.

Í nál. stjórnarliða í efh.- og viðskn. segir að æskilegt sé að hafa einn skipstjóra á hverri skútu. En þegar á reynir að taka af tvímæli um þetta og setja þessa reglu í lög til að koma í veg fyrir pólitísk hrossakaup um þessi embætti, til að koma þannig í veg fyrir óeðlilega tortryggni um málið og til þess að skapa samstöðu um málið þá er því hafnað. Það þykir mér mjög miður og ég heiti á alþingismenn að taka af tvímæli um þessa reglu að hún skuli gilda og segi því já.