Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 15:06:22 (5620)

1997-04-22 15:06:22# 121. lþ. 109.18 fundur 362. mál: #A atvinnuréttindi skipstjórnarmanna# (nám skv. eldri lögum) frv., Frsm. KPál (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[15:06]

Frsm. samgn. (Kristján Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum, nr. 112/1984, með síðari breytingum.

Þetta nál. er frá samgn. og er flutt til að mæta kröfum um að nám í Stýrimannaskólanum á grundvelli eldri laga hafi tímabundinn rétt eða til ársins 1999. Þessi réttindi eru varðandi atvinnuskírteini sem gefin voru út samkvæmt eldri lögum til þeirra sem hófu nám fyrir gildistöku laga nr. 62/1995.

Samgn. hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti, og Svein Snorrason hrl.

Umsagnir um málið bárust frá Landssambandi smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandinu, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambandinu og Stýrimannaskólanum í Reykjavík.

Með hliðsjón af athugasemdum sem fram hafa komið, meðal annars um að áformað er að þann 1. september 1999 hefjist nám samkvæmt nýrri skipan skipstjórnarnáms, leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram á nál.

Hv. þm. Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Hv. þm. Magnús Stefánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.