Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 16:40:06 (5630)

1997-04-22 16:40:06# 121. lþ. 109.21 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[16:40]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir þessa yfirgripsmiklu ræðu og mundi vilja spyrja hann einnar spurningar. Það er bersýnilegt að allir þeir sem vit hafa á, eins og hann orðaði það held ég sjálfur í nál., eru andvígir frv. Hver telur hann að sé skýringin á því að flokksfélagar hans í efh.- og viðskn., hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson, sem er leiðtogi fyrir þessum nýja ríkisbanka, vilja endilega fara þessa leið og neita að hlusta á þá sem vit hafa á málinu? Það væri fróðlegt að heyra skýringu hv. þm. á því máli.