Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 16:40:58 (5631)

1997-04-22 16:40:58# 121. lþ. 109.21 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., Frsm. 2. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[16:40]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Svo lengi sem samhljómur sálna er í gangi, og ég og hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson erum sammála um málin, þá get ég mjög vel fundið út hvað er að gerast. En þegar menn eru ekki á sama máli þá getur orðið erfitt að finna út úr því hvað annað fólk er að hugsa og vona ég að hv. þm. virði það. Ég tel að hér sé um að ræða málamiðlun eins og oft er þegar menn eru jafnvel hræddir við breytingar, þora ekki að stíga skrefin til fulls og eru þá ánægðir með þau skref sem næst að ná fram. En að sjálfsögðu teldi ég eðlilegt að hv. þm. spyrði þá þingmenn sem um er að ræða þeirrar spurningar hvað þeir séu að hugsa en ekki mig.