Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 18:39:27 (5643)

1997-04-22 18:39:27# 121. lþ. 109.21 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[18:39]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af þessu andsvari þá er kannski rétt að nefna það að ég gegni á þessi méli ákveðnu forustustarfi fyrir Alþb. Ég er sem sagt formaður þingflokksins og segi þess vegna stundum ,,við``. Auk þess er það þannig í flokki sem byggist á félagslegum hugsjónum að þar reyna menn oft að koma sér saman að einhverjum niðurstöðum. Þannig er það nú. Ég hef ekkert við það að athuga að hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi sjálfstæðar skoðanir. Ég fagna því. Sérstaklega finnst mér vænt um það að þingmenn Sjálfstfl. hafi sjálfstæðar skoðanir og kljúfi sig út úr hópnum. En það er dálítið erfitt að henda reiður á því þegar þeir hafa sjálfstæðar skoðanir við 1. umr. en allt aðra skoðun við 2. umr. Þá dettur manni í hug að þessir ,,við`` í ykkar hópi, þ.e. í þeirra hópi, hafi haft áhrif á þingmanninn í millitíðinni. Getur það verið, herra forseti? Mér sýnist það hugsanlegt.