Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 18:40:23 (5644)

1997-04-22 18:40:23# 121. lþ. 109.21 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., Frsm. 2. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[18:40]

Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Í mörgum málum hef ég vissulega skipt um skoðun, eftir umræðu og eftir breytingar sem gerðar hafa verið á frv. og þá hef ég yfirleitt tjáð það í atkvæðagreiðslu. Í öðrum málum hef ég ekki skipt um skoðun, svo sem í málinu Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins þar sem ég stóð einn af fáum á móti öllum þingheimi í því að samþykkja ekki það frv. Stundum hefur andstaðan dugað alveg til enda. Í Landsvirkjun féllst ég hins vegar á það mál eftir að hæstv. iðnrh. lýsti því yfir að á döfinni væri að koma með þáltill. um aukna samkeppni í orkumálum. Þegar ég hafði fengið að sjá þá þáltill. og hafði heyrt þetta þá féllst ég á málið af því forsendur þess voru breyttar.