Réttarstaða flóttamanna

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 15:39:50 (5667)

1997-04-23 15:39:50# 121. lþ. 110.4 fundur 577. mál: #A réttarstaða flóttamanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur

[15:39]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur fyrir að vekja máls á þessu þarfa máli og enn fremur hæstv. ráðherra fyrir þau svör sem hann gef hér. Ég fagna því að það er vinna í gangi til þess að herða löggjöfina og gera hana skýrari og væntanlega skilvirkari í þessum atriðum. Það vekur svolitla furðu mína að á þessu tímabili hafa 30 manns sótt um hæli hér, komið að landamærunum og sótt um hæli og ekki einum einasta hefur verið veitt hæli. Hæstv. ráðherra segir að vísu að tíu manns hafi verið veitt dvalarleyfi. Hvað felst í því? Er þá verið að ræða um tímabundið leyfi þangað til viðkomandi er sendur aftur úr landi eða hvað felst í því? Skildi ég það rétt hjá hæstv. ráðherra að eftir að lögin um málskotið voru sett hafi einungis þrír ekki fallist á úrskurðinn og sent hann áfram?