Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 16:06:01 (5679)

1997-04-23 16:06:01# 121. lþ. 111.1 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[16:06]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Þingflokkur Kvennalistans greiðir atkvæði gegn þessari 1. gr. frv. en mun sitja hjá við aðrar greinar nema þær sem lúta að því að tryggja réttindi starfsfólks. Ástæðurnar eru þær að við teljum að hér sé verið að fara ranga leið. Það hefði verið miklu nær að stíga skrefið til fulls og stokka þetta sjóðakerfi rækilega upp og koma því með eðlilegum hætti inn í viðskiptabankana í stað þess að stofna nýjan ríkisbanka hvað sem þar liggur að baki, en ekki hafa komið fram viðhlítandi skýringar á því hvers vegna ríkisstjórnin fer þessa leið.