Framleiðsla og sala á búvörum

Föstudaginn 02. maí 1997, kl. 15:53:43 (5742)

1997-05-02 15:53:43# 121. lþ. 115.8 fundur 479. mál: #A framleiðsla og sala á búvörum# (verðskerðingargjöld) frv., Frsm. GÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[15:53]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég kynni hér nefndarálit um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. lög nr. 124/1995. Samhljóða álit frá landbn. hljóðar svo, með leyfi forseta:

,,Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðmund Sigþórsson frá landbúnaðarráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Alþýðusambandi Íslands og Neytendasamtökunum.

Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Egill Jónsson og Guðjón Guðmundsson voru fjarstaddir afgreiðslu málsins.``

Undir þetta rita sá sem hér stendur ásamt Árna M. Mathiesen, Hjálmari Jónssyni, Sigríði Jóhannesdóttur, Þorvaldi T. Jónssyni, Lúðvík Bergvinssyni og Ágústi Einarssyni.