Stofnun jafnréttismála fatlaðra

Föstudaginn 02. maí 1997, kl. 16:49:47 (5751)

1997-05-02 16:49:47# 121. lþ. 115.10 fundur 230. mál: #A Stofnun jafnréttismála fatlaðra# þál., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[16:49]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir vænt um að hv. þm. tekur undir álit mitt á svæðisskrifstofu Suðurlands. Þær eru reyndar margar góðar. Ekki aðeins á Suðurlandi og Norðurl. v., eins og ég nefndi hér áðan, heldur fleiri. Ég vil bara ítreka að þessar svæðisskrifstofur hafa í dag, vegna þess að þær eru sem sagt reknar af ríki, gegnt þessu eftirlitshlutverki líka. Ég hef margsinnis tekið þátt í því að svæðisskrifstofa, t.d. á Suðurlandi, hefur haft samband og samráð við sveitarfélögin og ýtt undir eða hreinlega krafist þess að betur sé staðið að málum. Ég held að eftirlit slíkrar stofnunar heima í héraði --- þess vegna óttast ég ef þær verða lagðar niður að fullu --- þ.e. að slíkt eftirlitsembætti innan kjördæmanna mundi hugsanlega skila meiri árangri en ein slík stofnun.