Skýrsla um innheimtu vanskilaskulda

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:14:32 (5768)

1997-05-05 15:14:32# 121. lþ. 116.92 fundur 311#B skýrsla um innheimtu vanskilaskulda# (aths. um störf þingsins), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:14]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. þm. um gjaldskrá fyrir þjónustu lögmanna, þá er það svo að dómsmrn. hefur verið þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt og rétt að slíkar heimildir væru í lögum til þess að unnt væri að gæta hagsmuna neytenda. Samkeppnisyfirvöld hafa verið annarrar skoðunar. En í þeirri löggjöf sem er í undirbúningi um málefni lögmanna og í þeirri löggjöf sem um störf þeirra eiga að gilda verður gert ráð fyrir því að þær heimildir verði fyrir hendi að setja viðmiðunargjaldskrá.