Hvalveiðar

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:32:22 (5779)

1997-05-05 15:32:22# 121. lþ. 116.1 fundur 303#B hvalveiðar# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:32]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það er ástæða til að undirstrika að það er ekki vel á máli haldið af hæstv. ríkisstjórn. Menn máttu auðvitað vita að það væri farið að knýja á um þetta mál þegar nálgaðist þinglausnir og það er mjög dapurlegt að hæstv. ráðherrar skuli tala hver með sínu nefi í þessu máli. Og þó að ég sé ekki að segja að djúpstæður ágreiningur hafi komið þar fram, þá eru það samt ólík viðhorf sem þar eru túlkuð. Ég nefni þar til leiks einnig hæstv. utanrrh. sem ætlar nú að fara að stjórna lífríki hafsins og telur það vera aðalmálið í þessu hvalveiðimáli sem er annað viðhorf. Ég vil hvetja hæstv. ríkisstjórn til þess að hraða því að marka stefnu í þessu máli til þess síðan að fylgja henni fram því að þetta er grundvallarmál sem við erum að fjalla hér um, ekki kannski fyrst og fremst efnahagslegt heldur réttarlegt, hvað snertir alþjóðarétt. Þess vegna er málið mikilvægt og það er jafnframt vandasamt.