Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:41:23 (5786)

1997-05-05 15:41:23# 121. lþ. 116.1 fundur 304#B veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:41]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Nei, það kom ekki til álita að óska eftir afgreiðslu á þeirri tillögu og ég tel að það sé ekki heppileg leið við stjórn fiskveiða. Hins vegar eru auðvitað til aðrar leiðir við stjórnun á þessum stofni án þess að til þess þurfi að koma að úthluta aflaheimildunum varanlega. Menn verða einfaldlega að setjast yfir þá möguleika og kanna þau mál og freista þess að sjá hversu langt menn komast í því að ná um það samtöðu í tæka tíð fyrir næstu vertíð.