Kennsla í forritun og tölvugreinum

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:52:22 (5793)

1997-05-05 15:52:22# 121. lþ. 116.1 fundur 306#B kennsla í forritun og tölvugreinum# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:52]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. ræðumanni um það hvernig ríkisstjórnin hefur staðið að þessum málum. Annars vegar hefur verið mótuð stefna á vegum menntmrn., t.d. um nýtingu þessarar tækni bæði á sviði menntunar og menningar og einnig hefur ríkisstjórnin mótað heildarstefnu um upplýsingasamfélagið og komið þeim málum þannig fyrir nú að þau eru í höndum forsrn. Og ég vænti þess að innan tíðar verði á vegum þess ráðuneytis staðið þannig að framkvæmd mála að menn sjái að ríkisstjórninni er full alvara með því að gera átak á þessu sviði.