Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:28:04 (5811)

1997-05-05 16:28:04# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:28]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta frv. ber vott um hroðvirknisleg vinnubrögð og var harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu við 2. umr. málsins. Það eru ekki eingöngu brtt. við hverja grein. Frv. er 30 greinar og brtt. eru í 63 liðum. Við leggjumst ekki gegn því að réttur sjálfstætt starfandi einstaklinga til atvinnuleysisbóta verði tryggður, en sú leið sem farin er í þessu frv. er vond. Það er farsælla að tryggja rétt allra í einum sjóði þar sem samræmdar reglur gilda og samábyrgð er höfð að leiðarljósi.

Spyrja má hvort sú leið sem hér er farin og kallað getur á ólíkar greiðslur inn í sjóðinn og ólíkar bætur úr sjóðnum sé brot á jafnræðisreglu gagnvart þegnunum. Þessi lagasetning er fullkomlega á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. Við viljum enga ábyrgð á henni bera og sitjum hjá.